Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jakob F. Ásgeirsson

Fáir menn hafa markað jafndjúp spor í atvinnusögu Íslendinga á tuttugustu öld og Jón Gunnarsson, húnvetnski sveitastrákurinn sem lauk verkfræðiprófi frá Massachusets Institue of Technology (MIT) árið 1930.

Hann var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á þeim árum þegar síldarvinnsla var mikilvægasti útflutningsatvinnuvegur landsmanna. Síðar byggði hann upp nánast af eigin rammleik stærsta fyrirtæki Íslendinga í útlöndum, Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum.

Með viðamiklu sölustarfi skapaði hann íslenskum sjávarafurðum nafn á stærsta markaði heims. Það lagði grunn að uppbyggingu hraðfrystiiðnaðar sem áratugum saman var burðarás íslensks atvinnulífs og grundvöllur hagvaxtar í landinu. En hver var hann, þessi mikli brautryðjandi? Þessi bók segir sögu hans.

3.460 kr.
Afhending