Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ómar Smári Kristinsson

Þetta er sjálfstætt framhald af Hjólabók um Vestfirði. Flestum leiðanna hefur ekki verið lýst áður. Á hinum eru nýjar útfærslur. Hér er fjallað um átta erfiðar dagleiðir í hring á hjóli. Auk þess er lýst í bókinni fjöldanum öllum af stuttum hringleiðum og leiðum sem liggja fram og til baka. Það er með öðrum orðum eitthvað fyrir alla sem kunna að hjóla. Líkt og í öðrum Hjólabókum eru hér kort, hæðarprófílar, litaskalar og fleira upplýsandi efni. Um 200 ljósmyndir sýna auk þess hvernig umhorfs er á Vestfjarðarkjálkanum og hvers konar vegir og stígar bíða lesanda.