Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Páll Stefánsson

Ljósmyndir Páls Stefánssonar af Íslandi sýna lítt þekkt og framandi land. Mælikvarðinn setur áhorfandann úr jafnvægi: Er hann að horfa á eitthvað agnarsmátt eða eitthvað svo stórt að það á eiginlega ekki að vera hægt að ljósmynda það? Er þetta lítill lækur eða jökull séður úr gríðarlegri hæð? Er sprungan í íshellinum margra kílómetra djúp, eða er þetta bara rispa?

Það er eitt af afrekum Páls Stefánssonar að ljósmynda Ísland stöðugt eins og það sé nýtt og ókannað. Ísland hefur aldrei í sögunni verið ljósmyndað af jafnmiklum ákafa og einmitt þessi misserin. Það gefur ljósmyndara eins og Páli, manni sem gjörþekkir landið og hefur ljósmyndað það í yfir þrjá áratugi, frelsi til að kynnast því upp á nýtt. Engin þörf er lengur á að ná myndum af nafntoguðum stöðum og hefðbundnum slóðum.

Þessi fyrsta bók Páls um Ísland í um áratug er afrakstur stöðugrar könnunar, stöðugra ferðalaga árið um kring í leit að sjónarhornum sem aðeins verða einu sinni til og aðeins sá sem rannsakar og bíður fær höndlað. Páll er einn þeirra sem hafa mótað ásýnd landsins, skapað þá sýn sem við höfum af því. Nú bætir hann við nýjum kafla í þá sögu.

4.960 kr.
Afhending