Varð alheimurinn til í Miklahvelli? Er ljós eind, bylgja – eða hvort tveggja? Er alheimskenning möguleg? Er hlýnun jarðar af okkar völdum? Með tækniframförum og síaukinni þekkingu hafa vísindin gert okkur kleift að skilja heiminn betur, svara áleitnum spurningum og spyrja nýrra.
Í Vísindabókinni er að finna stuttar og auðskiljanlegar útskýringar fyrir almenning, skýringarmyndir sem varpa ljósi á flóknar kenningar, tilvitnanir sem festa merkar vísindauppgötvanir í minni og skemmtilegar myndskreytingar sem ýta undir ímyndunaraflið og auka skilning okkar á vísindunum.
Hvort sem þú ert forvitinn byrjandi, áhugasamur nemi eða ráðsettur fræðimaður býður þessi bók upp á feiknin öll af fróðleik.