Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristian Guttesen

Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Höfundur var tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2007. Hann er búsettur á Fljótsdalshéraði ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra. Ljóðin eru ástarljóð.

——————————————————————————————————————————————

Í landi hinna ófleygu fugla býr vatnastelpan.

Þar býr félagi minn, sem ekki lengur dregur
andann.

Í landi hinna ófleygu fugla hvílir hin ígrundaða
reynsla.

Ég þarf sjálfur að hafa mig allan við til að gleyma
ekki að anda. Í landi minninganna er eilíft myrkur.

Alheimurinn þenst út, hin lifaða reynsla boðar alkul.

Það eina sem dregur hann saman og bindur okkur
traustum böndum er ást.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun