Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Árni Árnason, Anna Cynthia Leplar

Stjörnubækurnar Ferðabækur 1 og 2 má hvort sem er taka með í ferðalagið eða dunda við heima. Efni bókanna byggist á því sem kennt hefur verið í Stjörnubókunum sem áður hafa komið út og miðast einkum við þarfir barna sem eru að læra að lesa.

Heftin bjóða upp á upprifjun í stafrófinu, tölunum frá 1 til 30, lestri einfaldra orða og setninga auk myndlestrar og skriftarþjálfunar. Orðaforðinn í heftunum tengist ýmsu því sem verður á vegi okkar á ferðalögum.

Stjörnubækurnar eru flokkur bóka sem ætlað er að örva börn á aldrinum 3-5 ára og búa þau undir skólagöngu, en tekið er mið af námskrám á leikskólastigi og fyrstu stigum grunnskóla.

Bækurnar styðja við viðleitni foreldra til að kenna ungum börnum sínum annars vegar að lesa og hins vegar að þekkja tölur og talnagildi með skemmtilegum verkefnum og markvissum leiðbeiningum. Límmiðar með stjörnum og myndum eru notaðir til að umbuna fyrir vel unnið verk.

Höfundar bókanna, Árni Árnason og Anna C. Leplar hafa samið fjölda barnabóka handa börnum.

Áður hafa komið út í sama bókaflokki: Stafirnir, Fyrstu orðin, Setningar, Litlir og STÓRIR stafir, Tölurnar 1-10 og Tölurnar 10-20. Bækurnar eru ódýrar og handhægar og styðja hver við aðra.