Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Vikas Swarup

Vicky Rai, sonur umdeilds ráðherra á Indlandi, er skotinn til bana í eigin veislu þar sem skrautlegur hópur fólks fagnar með honum sýknudómi vegna morðákæru. Lögreglan kemst fljótt að því að sumir gestanna komu óboðnir og jafnvel með byssu í fórum sínum. Sex manns eru teknir til yfirheyrslu og allir gætu þeir haft ríka ástæðu til að vilja Vicky feigan …

Slyngur rannsóknarblaðamaður, Arun Advani, einsetur sér að finna morðingjann og í gegnum rannsókn hans kynnumst við litríku lífshlaupi hinna sex grunuðu. En skyldi Advani vera treystandi? Eða býr eitthvað sem enginn veit að baki fyrirætlunum hans?

Sex grunaðir er óvenjuleg saga þar sem dregin er upp mynd af iðandi mannlífi Indlands og ófyrirsjáanleg atburðarásin grípur lesandann heljartökum. Vikas Swarup vakti heimsathygli með fyrstu bók sinni, Viltu vinna milljarð?, og þessi snjalla saga gefur henni ekkert eftir.

Ísak Harðarson þýddi.

1.140 kr.
Afhending