Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Karl Helgason

Í fyrri bók sinni, Hetjunni og höfundinum, fjallaði Jón Karl Helgason um viðtökur Njáls sögu á Íslandi en í Höfundum Njálu beinir hann sjónum að endurritun sögunnar erlendis, einkum í hinum enska og norræna menningarheimi. Fram á sviðið stíga þýðendur, barnabókahöfundar, leikskáld, ferðalangar, útgefendur, myndlistarmenn, skáldsagnahöfundar og ljóðskáld sem gera sitt tilkall til þess að nefnast höfundar Njálu.
Bókinni fylgir margmiðlunardiskurinn Vefur Darraðar með texta eins elsta handrits Njálu og fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af sögunni í tímans rás. Saman gefa verkin nýstárlega mynd af Njáls sögu sem fjölbreyttri menningarhefð sem hundruð einstaklinga hafa tekið þátt í að skapa og móta.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001