Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þráinn Bertelsson

Æsispennandi glæpasaga eftir Þráin Bertelsson þar sem hann vefur listilegan vef um heim fíknar og ofbeldis.

Þrír grímuklæddir menn kveikja í amfetamínverksmiðju í Eistlandi og skilja eftir sig blóði drifna slóð – og krot sem minnir á rúnaletur.

Í Hollandi finnast mannslík með rúnaristum. Þar eru Víkingur yfirlögregluþjónn og Þórhildur réttarlæknir, kona hans, að leita að Magnúsi sem er eiturlyfjaneytandi og sonur Þórhildar. Þau neyðast til að flýta heimför sinni því að í sumarbústað við Þingvallavatn finnast lík þriggja manna sem hafa verið myrtir á hryllilegan hátt.

Þráinn Bertelsson er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur skrifað fjölda bóka, nú síðast Einhvers konar ég, þar sem hann segir á einstaklega einlægan og áhrifamikinn hátt frá bernsku sinni og árunum fram til stúdents, og spennusögurnar Dauðans óvissi tími og Valkyrjur sem hlutu mikið lof og gríðarlega góðar viðtökur.

Meðal mynda Þráins má nefna hinar óborganlegu gamanmyndir Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf, myndina sívinsælu um Jón Odd og Jón Bjarna og sjónvarpsþættina Sigla himinfley sem voru gerðir upp úr samnefndri sögu og sýndir í Ríkissjónvarpinu 1994.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 11 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

2.550 kr.
Afhending