Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar Már Guðmundsson

Riddarar hringstigans, Vængjasláttur í þakrennum og Eftirmáli regndropanna í einni bók.

Hinn vinsæli Reykjavíkurþríleikur Einars Más um lífið í nýreistu og ómótuðu hverfi í Reykjavík. Þar getur allt gerst, raunsæi og fantasía vegast á og lýst er jöfnum höndum hversdagslegu lífi sem undrum og stórmerkjum. Þessar sögur, sem allar hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og hlotið góðar viðtökur, mörkuðu tímamót í íslenskri sagnagerð og eru nú loksins fáanlegar á einni bók.

Ummæli: „Þessi Íslendingur er gæddur ólgandi frásagnargáfu, einstöku ímyndunarafli og fágætri málsnilld. Ef ég væri Ísland væri ég stoltur alveg niður á klöpp.“ Asger Schnack, Information

„Einar Már Guðmundsson er einn af fremstu rithöfundum Norðurlanda.“ Søren Vinterberg, Politiken

„Bjartsýn trúarjátning á lífsmátt sköpunaraflsins.“ Vésteinn Ólason, TMM

„Heillandi og öðruvísi ný rödd úr óvæntri átt.“ Ian McEwan

2.390 kr.
Afhending