Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Tracey Cox, Þórhildur Ólafsdóttir

Fróðir menn segja að Tracey Cox eigi sinn þátt í að viðhalda hárri fæðingartíðni hér á landi. Enda hafa bækur hennar um holdins kúnstir og rekkjubrögð selst eins og heitar lummur hérlendis síðustu ár.

Og hún er ekki hætt. Nú er komin út bók þar sem frú Cox kafar djúpt í kynlífsfræðin fornu sem kennd eru við Kama Sutra og endurvinnur þau gömlu og góðu sannindi fyrir nútímafólk. Þó fátt sé nýtt undir sólinni og sænginni setur Cox þau fram á nýstárlegan og skemmtilegan hátt – og með gnægð mynda.

Kannast þú til dæmis við merartakið eða varfærna vélmennið? Hefur þú prufað leggjalásinn, feigðarflanið eða snælduna? Sækið ykkur innblástur og erótíska drauma í þessa dásamlegu bók sem uppfull er af kitlandi lýsingum og æsandi myndum af öllu tagi. Í bókinni má finna yfir eitt hundrað stellingar og allra handa hvílubrögð sem auka nautn og spennu í svefnherberginu.