Gjafabréf – Gisting með morgunverði og aðgangi í spa

Bættu sannkölluðu dekri í miðborginni í jólapakkann til þinna nánustu í ár. Gjafabréfið er sent rafrænt á kaupanda stuttu eftir kaupin. Þú einfaldlega prentar gjafabréfið út og gleður þína nánustu.

Nánari lýsing

Gjafabréfið inniheldur:

 • Gistingu fyrir tvo í fallegu standard herbergi á Miðgarði á Center Hotels.
 • - Gómsætt morgunverðahlaðborð fyrir tvo.
 • - Aðgang í hið glæsilega Miðgarð spa fyrir tvo.  

Gjafabréfið 

Gjafabréfið er sent rafrænt á kaupanda stuttu eftir kaupin.  Á gjafabréfinu koma fram helstu upplýsingar um gjöfina ásamt inneignarnúmeri.  Þú einfaldlega prentar gjafabréfið út og gleður þína nánustu. 

Miðgarður by Center Hotels

Gjafabréfið felur í sér gistingu í eina nótt á hinu glæsilega hóteli Miðgarði á Center Hotels sem staðsett er efst á Laugaveginum.  Hótelið er því einstaklega vel staðsett, í göngufæri frá öllu því helsta sem borgin býður upp á. Gist er í standard herbergi á Miðgarði sem eru rúmgóð, björt og bjóða upp á öll nútímaþægindi ss. frítt þráðlaust net, síma, flatskjá, öryggishólf, mini-bar, sturtu og hárblásara. Morgunverðarhlaðborðið er borið fram inni á veitingastað hótelsins; Jörgensen Kitchen & Bar þar sem gestir geta einnig nýtt sér 10% gesta afslátt af veitingum í hádeginu og á kvöldin sem þeir fá við innritun.  Happy Hour eru alla daga á Jörgensen frá 16:00 til 18:00 auk þess sem boðið er upp á lifandi tónlist öll fimmtudagskvöld. 

Miðgarður spa

Miðgarður spa er einstaklega falleg heilsulind þar sem finna má saunu, búningsklefa og heita potta bæði innandyra og utandyra.  Heilsulindin er hönnuð þannig að gestir geta notið hvíldar og afslöppunar á öllu svæðinu þar sem lögð er áhersla á hlýtt loft, fallega hönnun og góða lýsingu. Boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum í Miðgarði spa sem hægt er að panta aukalega með 24 klst fyrirvara.

Smáa letrið:

 • - Gjafabréfið gildir fyrir tvo í tveggja manna standard herbergi á Miðgarði á Center Hotels með morgunverði og aðgangi í Miðgarð spa.
 • - Innritun er frá kl. 14:00 og útritun er kl. 12:00.
 • - Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu.
 • - Frekari upplýsingar um gjafabréfið og bókunina eru veittar í síma 595 8582.
 • - Bókunardeildin er opin á milli 8:00 og 20:00 alla virka daga, milli 8:00 og 18:00 á laugardögum og milli 10:00 og 18:00 á sunnudögum.
 • - Gildistími gjafabréfsins er frá 9.desember 2019 til 30.apríl 2020 og aftur frá 1.október 2020 til 1.desember 2020.

 

35900
  27 tilboð seld

  Smáa letrið

  • - Gjafabréfið gildir fyrir tvo í tveggja manna standard herbergi á Miðgarði á Center Hotels með morgunverði og aðgangi í Miðgarð spa.
  • - Innritun er frá kl. 14:00 og útritun er kl. 12:00.
  • - Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu.
  • - Frekari upplýsingar um gjafabréfið og bókunina eru veittar í síma 595 8582.
  • - Bókunardeildin er opin á milli 8:00 og 20:00 alla virka daga, milli 8:00 og 18:00 á laugardögum og milli 10:00 og 18:00 á sunnudögum.
  • - Gildistími gjafabréfsins er frá 9.desember 2019 til 30.apríl 2020 og aftur frá 1.október 2020 til 1.desember 2020.

  Gildistími: 09.12.19 - 01.12.20

  Heimilisfang

  CenterHotel Miðgarður Laugavegur 120 105 Reykjavík.

  https://www.centerhotels.com/is/hotel-midgardur-reykjavik

  Tilboð dagsins

  1 hlutur / hlutir

  á síðu
  Síða:
  1. 1

  Karfan þín

  Augnablik...

  Augnablik