Fjórhjólaferð í töfrandi umhverfi Úlfarsárdals
Nánari Lýsing
Hvernig væri að skella sér í skemmtilega fjórhjólaferð? Skemmtun, útivist, kraftur, spenna og gleði! Fjórhjólaferð með leiðsögn á höfuðborgarsvæðinu.
Ekið er inn Úlfarsárdalinn, framhjá Hafravatni, inn Þormóðsdal og upp Hafrafellið. Þegar upp er komið er útsýnið yfir Reykjavík og nágrenni stórkostlegt og tilvalið að stoppa og njóta áður en haldið er til baka. Ferðirnar eru farnar flesta daga sjá nánar á www.atvreykjavik.is.
Við pöntun þarf að gefa upp nafn tengiliðs, netfang, símanúmer, gjafabréfsnúmer, fjölda fjórhjóla sem óskað er eftir og stærð hópsins.
Afbókanir óskast gerðar minnst 48 klst fyrir brottför ef hægt er og að mætt sé tímanlega (10-15 mín fyrir uppgefinn tíma)
Vinsamlegast klæðist hlýjum innanundirfötum, góðum skóm og ekki verra ef þið komið með eigin hanska, buff eða trefil og jafnvel hjálm og kuldagalla ef þið eigið. Óvarlegur akstur er ekki leyfður í ferðunum og skrifa þátttakendur undir ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis fyrir ferð.
Gildir fyrir tvo á einu hjóli.
Smáa Letrið
- Gildir fyrir tvo á einu hjóli
- Á staðnum eru gallar, hjálmar og hanskar.
- Gott er að vera í góðum skóm.
- Mæting er 15 mín. fyrir brottför.
- Ökumenn þurfa að hafa gild ökuskírteini.
- Við bókun þarf að hringja í 763 8000 eða senda tölvupóst á [email protected].
- Bóka þarf með að minnsta kosti 24 tíma fyrirvara.
- Óvarlegur akstur er bannaður í ferðunum.
Gildistími: 21.07.2024 - 21.07.2025
Notist hjá
Vinsælt í dag