Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Daniel Goleman

Með metsölubókinni Tilfinningagreind breytti Daniel Goleman skilningi okkar á greind manna og sýndi fram á að tilfinningagreind, vhernig við högum okkur og umgöngumst aðra, skipti meira máli fyrir velgengni í námi en hefðbundin greindarvísitala.

Í þessari bók fjallar Goleman um það í félagi við kollega sína, þau Richard Boyatzis og Annie McKee, hvaða áhrif tilfinningagreind hefur ´ja leiðtoga fyrirtækja og stofnana. Þau draga fram vísindaleg gögn, sem tengja velgengni við „eðlisforystu“, og draga þá ályktun að tilfinningar leiðtoga á öllum sviðum lífsins smiti út frá sér. Því sé afar mikilvægt að forystumenn geilsi út tilfinningum, sem hafi jákvæð áhrif á hópinn.

Sýnt er fram með dæmum hvernig fyrirtæki og stofnanir, stór og smá, hafa notið góðs af beislun tilfinningagreindar, en jafnframt er bent á víti til að varast.

Þetta er bók sem enginn forystumaður, forstjóri, þjálfari, félagsforkólfur, kennari eða stjórnandi, má láta framhjá sér fara. Í henni er sýnt hvernig stjórnviska á tilfinningasviðinu leiðir til áþreifanlegs árangurs.

Útgefið af: Sjónmál

710 kr.
Afhending