Flokkar:
Höfundur: Soffía Bjarnadóttir
Sagt er að þeir sem unna vorinu þekki veturinn. Við erum í hjóli þjáningarinnar. En þetta eru ekki slæm tíðindi.
Ég boða yður mikinn fögnuð: við erum á lífi og reykelsisangan leggst yfir líkt og þyrnigerðið sem hóf sig hátt.
Mig þyrstir.
Hér yrkir Soffía Bjarnadóttir um fegurð og grimmd ástarinnar sem umbreytingarafls. Um tíma, dauða og endurfæðingu. Ljóðin spanna ástarsögu, hringrás, eyðingu, ljóðaljóð og límonaði frá kviku jarðar. Soffía hefur áður sent frá sér skáldsöguna Segulskekkju og ljóðabókina Beinhvíta skurn. Bókina prýða teikningar eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun