Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hugleikur Dagsson

Myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson ruddist fram á ritvöllinn með látum árið 2002 með útgáfu á sinni fyrstu bók, Elskið okkur. Árið 2003 gaf hann út bókina Drepið okkur og Ríðið okkur kom út ári síðar.

Bækurnar nutu gríðarlegra vinsælda, seldust grimmt og eru ófáanlegar í dag. Nú hefur Hugleikur verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2006 fyrir Forðist okkur.

JPV útgáfa tók Hugleik upp á sína arma árið 2005 og gaf út heildarsafn verka Hugleiks, Forðist okkur, og í kjölfarið, Bjargið okkur.

Árið 2003 fékk Benedikt Hermann Hermannsson einvala lið hljóðfæraleika til liðs við sig og stofnaði Hljómsveitina Benni Hemm Hemm. Hljómsveitin gaf út á eigin vegum samnefnda hljómplötu haustið 2005 eftir að hafa gefist upp á að tala fyrir daufum eyrum íslenskra hljómplötuútgefenda. Platan náði strax gríðarlegum vinsældum og vann til fjölda verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár.

Nú hefur JPV útgáfa leitt saman þessa tvo frábæru listamenn í Fermið okkur þar sem lesa má nýjustu myndasögu Hugleiks Dagssonar undir ljúfum tónum Benna Hemm Hemm. Lagið heitir og er einnig að finna endurhljóðblöndun á laginu eftir fjöllistamennina Helmus und Dalli.

Enn ein óborganleg saga eftir Hugleik Dagsson!

[domar]

„ … ég er ekki frá því að hann toppi sín fyrri verk með Fermið okkur sem er einfaldlega frábær lesning, drepfyndin og baneitruð.“

„Þessar persónur öskra beinlínis „lesið okkur!“ og þeir sem hlýða ekki því kalli eru á villigötum og munu fara á mis við magnaða skemmtun.“

Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið

[domar]

[Ítarefni]

[Ítarefni]

1.140 kr.
Afhending