Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Peyo

Úti í heimingeimnum eru milljarða sólkerfa, stjarna og pláneta sem við fáum aldrei að strumpast. Samt dreymir suma um að skella sér til framandi hnatta eins og aðrir vilja strympast til sólarlanda.

Einn strumpur, Geimstrumpurinn, er staðráðinn í að fljúga út í geim og smíðar til þess skutlustrump. En það þarf meira en vilja til að framkvæma slíkt strump. Yfirstrumpur og hinir strumparnir hjálpa Geimstrumpnum og hið ótrúlega gerist!

Geimstrumpurinn flýgur og strumpar á annarri plánetu! Gaman gaman… eða þangað til Flikks-fólkið kemur til sögunnar. Gleraugnastrumpurinn gæti sagt: „Heima í strumpaþorpinu er best að vera“.

Í þessari bók eru tvær skemmtilegar smíðastrumpasögur. Krakk, búmm, bzííí, vlamm, klong og strump! Hamar og sög eru strumpuð hægri og vinstri og nýjar vélar líta dagsins ljós sem veldur ringulreið í strumpaþorpinu.