Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jóhannes Bergsveinsson

Í þessari hugljúfu og bráðskemmtilegu bók segir Jóhannes Bergsveinsson barnabörnunum sínum litlar sögur frá síðustu öld þegar hann var drengur og dvaldi á sumrin í Hvallátrum á Breiðafirði. Þetta eru sögur um litlu gulu hænuna og ævintýri hennar við að ala upp ungana sína, samskipti við aðrar hænur, hanana tvo og aðra fugla sem villast stundum inn í hænsnakofann, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum …

Sigrún Eldjárn gerir myndir við sögurnar og Þórarinn Eldjárn ritar eftirmála en hann var Jóhannesi innan handar við gerð þessarar bókar, uns Jóhannes lést árið 2021.

Að ósk Jóhannesar og Sigrúnar renna höfundarlaun þeirra í Minningarsjóð Kristjáns Eldjárn gítarleikara.

4.500 kr.
Afhending