Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Bók um réttlæti, sanngirni og hugrekki, tileinkuð menningu og hefðum Rómafólksins.

Elísa og börnin í hverfinu eru að fylgjast með dásamlegri brúðusýningu sem byggð er á sögu sem hefur fylgt fólkinu í gegnum kynslóðirnar. En þá bregður til tíðinda sem kippir fótunum undan samfélagi Rómafólksins, sviptir það von og lífsgleði.

Staðráðin í að leita réttlætis heldur Elísa ásamt nýfundnum vini sínum, Kristian, í stórkostlegt ævintýri alla leið til Íslands og inn í töfrandi heim fornra þjóðsagna.

Mun börnunum takast að endurheimta fjársjóð forfeðra Rómafólksins og bjarga samfélagi á barmi upplausnar? Þessi átakanlegi texti og teikningar fanga raunverulegar áskoranir sem Rómafólk mætir, veruleiki tvinnaður saman við ævintýratöfra: drekinn Aurus spýr eldi, álfadísin Keshali færir börnunum töframen og brúðurnar úr brúðusýningunni vakna til lífsins.