Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Jóhann Guðni Reynisson, Jón Magnússon

Þetta var nú bara svona er ævisaga Jóns Magnússonar, skipstjóra og athafnamanns á Patreksfirði. Þetta er baráttu saga manns sem var ekki hugað líf fljótlega eftir fæðingu, hætti að reykja 12 ára gamall og hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumnum.

Jón er landsþekktur skipstjóri og aflamaður en fyrstu árin voru þyrnum stráð þar sem fyrir kom til dæmis að móðir pilts, sem hann vildi fá með sér á sjóinn, mætti þessum unga skipstjóra í dyragættinni með hnífinn á lofti.

Þau hjónin, Jón og Lilja Jónsdóttir, hafa rekið Odda hf. og Vestra ehf. á Patreksfirði um árabil og aldrei selt eitt aukatekið kílógramm af kvóta frá útgerðum sínum. Starfseminni er fyrst og fremst ætlað að afla byggðarlaginu lífsbjargar og veita fólkinu þar eins trygga atvinnu og auðið er.

3.230 kr.
Afhending