Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Úlfar Þormóðsson

Raunsæ og þrungin fegurð Út er komin hjá Veröld sagan Farandskuggar eftir Úlfar Þormóðsson. „Er kannski nauðsynlegt að fórna draumum til þess að halda stundarfrið? Er það einasta ráðið? Hvers virði er þá sá friður? Hvað hlaust þú í skiptum fyrir þínar brostnu vonir?“ Þegar sonur reynir að stykkja saman ævi aldraðrar móður sinnar rekst hann á ýmsar hindranir. Þykk og þrúgandi þögn hefur legið yfir mörgu í lífi hennar og fjölskyldunnar – draumar og þrár hafa rekist illa í hörðum og miskunnarlausum veruleika. Í sársaukafullu ferðalagi sonarins um ævi móður sinnar er hann þó ekki síður í leit að því sem mótaði hann sjálfan.


Veröld gefur út.

2.760 kr.
Afhending