Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Eldjárn

Eyja Sólfuglsins er þriðja ævintýrasagan í vinsælum bókaflokki eftir Sigrúnu Eldjárn. Á Eyju Sólfuglsins, þar sem sólin skín og íbúarnir svífa um á fljúgandi teppum, virðist allt með felldu en hin þríeygða Trína veit betur. Og hún veit líka hvert er best að leita eftir aðstoð!

Aðalpersónur eru sem fyrr vinirnir Ýmir og Gunna sem áður hafa lent í furðulegum ævintýrum á Eyju Gullormsins og Eyju Glerfisksins í samnefndnum bókum. En nú eiga þau bara eftir að passa Tuma og Sunnu Maríu í örfáa daga áður en skólinn byrjar aftur svo ævintýrum sumarsins hlýtur að vera lokið – eða hvað?

Eyja Sólfuglsins er ríkulega skreytt litmyndum og hentar lesendum á aldrinum 8-12 ára.

3.110 kr.
Afhending