Flokkar:
Höfundur: Júlía Margrét Einarsdóttir
Drottningin á Júpíter segir frá Elenóru Margréti Lísudóttur og helstu áhrifavöldum í lífi hennar: móðurinni Lísu sem dó úr depurð, sirkússtjóranum Lilla Löve, hinni dularfullu Mónu og lækninum í Vesturbænum, Benedikt Schneider.
Í ljóðrænni frásögn á milli draums og veruleika ferðast Elenóra um landið allt (og jafnvel sólkerfið) með sirkúsnum sínum. Þar fyrir utan hangir hún á Bravó á Laugavegi með vini sínum Starkaði Krumma Sirkússyni, krummanum sem vaktar barinn og röflar í kráargestum.
Júlía Margrét Einarsdóttir hefur lokið MA námi í ritlist við HÍ og MFA í handritagerð við New York Film Academy. Bókin er þriðja bók höfundar en áður hefur hún gefið út nóvelluna Grandagallerí og ljóðabókina Jarðarberjatungl.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun