Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hér er saga matarins sögð í gegnum nokkrar orku- og tæknibyltingar mannfólksins.
Fyrst var það steinaldarbyltingin, með virkjun eldsins og ný veiðitæki og verkfæri sem auðvelduðu öflun og vinnslu matarins. Þá komu fyrstu kokkarnir til sögunnar. Allt þetta olli þróunarlegum breytingum á mannslíkamanum.

Næst var það landbúnaðarbyltingin sem fólst í vali á heppilegum afbrigðum nytjadýra og plantna auk nýjunga í framleiðslu og geymslu matvæla. Fólk fór að nýta vissar tegundir af grösum sem matvæli og brauð og bjór urðu algeng fæða.

Fyrir um tveimur öldum tók orkuöflun og framleiðsla matvæla stakkaskiptum með tæknibyltingum á borð við erfðabreytingar og kynbætur.

Í þessari bók er sérstök áhersla lögð á matarvenjur Íslendinga, en einnig Rómverja, evrópsks miðaldarfólks og Færeyinga. Auk þess er fjallað um breyttar fæðuvenjur dagsins í dag.

5.420 kr.
Afhending