Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Erum við það sem við hugsum? Hvað fær okkur til að muna og hvers vegna gleymum við? Hvernig er hægt að mæla greind? Spurningar á borð við þessar renna stoðum undir verk helstu hugsuða veraldarinnar og þá sem fást við þá stórfenglegu grein, sálfræðina.

Sálfræðibókin er á einföldu máli og full af hnitmiðuðum útskýringum sem lýsa kjarna málsins, teikningum sem skýra flóknar kenningar, eftirminnilegum tilvitnunum og skondnum myndum þar sem leikið er með skynjun okkar og skoðanir.

Hvort sem við vitum nánast ekki neitt um sálfræði, erum að læra hana í skóla eða erum sófasérfræðingar finnum við margt á síðum þessarar bókar sem vekur áhuga og örvar okkur til íhugunar.

Ritstjórn: Sam Atkinson, Sarah Tomley, Tony Phipps, Cecile Landau, Scarlett O’Hara, Monica Saigal, Sreshtha Bhattacharya, Gaurav Joshi.

6.350 kr.
Afhending