Elizabeth Meyer, hinn eitilharði og stórbrotni formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, gæti orðið fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Framundan eru tvísýnar kosningar í skugga morðhótana hryðjuverkamanna og blóðugra átaka milli innflytjenda og hægriöfgamanna; aðstæður sem neyða hana til sársaukafulls uppgjörs við gyðinglegan bakgrunn sinn og fortíðina. Enginn veit þó að Meyer á sér leyndarmál sem er eins og tifandi tímasprengja, leyndarmál sem hún varðveitir af grimmd en er óðum að missa tökin á.
Drottningarfórnin er æsispennandi saga um miskunnarlausa valdabaráttu og þær fórnir sem þarf að færa til að komast til æðstu metorða.
Hanne-Vibeke Holst (f. 1959) er einn vinsælasti höfundur Danmerkur. Drottningarfórnin er sjálfstætt framhald metsölubókanna Krónprinsessan og Konungsmorðið; lokabókin í þríleik hennar um konur og völd á 21. öldinni.
Hún hlaut lesendaverðlaun Berlingske Tidende og samtaka danskra bókasafna 2009 og De Gyldne Laurbær, verðlaun danskra bóksala, sama ár.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 8 mínútur að lengd. Esther Talía Casey les.
„Hér er á ferð kvensöguhetja sem mun lifa um ókomna tíð …“
Berlingske Tidende
„Hanne-Vibeke Holst er aftur mætt til leiks. Hröð og leikandi í stílnum, blátt áfram og kraftmikil.“
Jyllands-Posten
„… þessi efnismikli þríleikur … hlýtur að teljast bókmenntalegt stórafrek.“
Berlingske Tidende