Þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta finnst beinagrind af manni í sandinum sem vatnið huldi áður. Við hana er bundið fjarskiptatæki með rússneskri áletrun. Lögreglan er kölluð til og rannsókn málsins leiðir þau Erlend, Elínborgu og Sigurð Óla áratugi aftur í tímann, á vit fólks sem dreymdi um réttátara þjóðfélag og heitra tilfinninga sem lutu í lægra haldi fyrir köldu stríði.
Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið þaulsætnar á metsölulistum hér heima og erlendis. Arnaldur hlaut tilnefiningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004 fyrir Kleifarvatn. Bókin fékk bresku Barry-verðlaunin árið 2004 og hún hlaut einnig Le Prix du Polar Européen, bókmenntaverðlaun franska tímaritsins Le Point.
Bækurnar um Erlend Sveinsson rannsóknarlögreglumann eru hér tölusettar eftir innri tímaröð sögunnar, Einvígið: Erlendur #1 gerist árið 1972 en Furðustrandir: Erlendur #14 2005. Útgáfuár bókanna eru innan sviga.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 49 mínútur að lengd. Stefán Jónsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun