Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.

Hér segir frá árunum 1991–1995. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu var samþykkt, einkavæðing ríkisfyrirtækja hófst og haldið var upp á fimmtugsafmæli lýðveldisins. En mannskæð snjóflóð vörpuðu dimmmum skugga á þjóðlífið og minntu á að saga Íslendinga verður ætíð samtvinnuð náttúruöflunum.

Nanna Rögnvaldardóttir skráði.