Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Difrax Dynamic Snuð 3-6 mán 2 stk

Ný snuð frá Difrax! Difrax Dynamic snuðin líkja eftir lögun geirvörtunnar. Snuðið er úr mörgum sílikonlögum í mismunandi þykkt sem gerir það að verkum að snuðið fylgir algjörlega sogi barnsins. Snuðið er úr hágæða bragð- og lyktarlausu sílikoni sem er extra mikilvægt þar sem lítil kríli eru sérstaklega viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti. Skjöldurinn er einstaklega lítill svo hann fellur vel að munni barnsins og lögun hans tryggir að lofti vel um vitin. Difrax Dynamic snuðin eru hönnuð sérstaklega með nýbura í huga: Lögunin líkir eftir geirvörtunni sem eykur líkurnar á að barnið taki snuðið. Götin á skildinum veita umfram loftflæði og koma þannig í veg fyrir ertingu í húðinni. Snuðin veita barninu öryggi, huggun og slökun. BPA-frítt Dynamic snuðin fást í stærðum 0-3 mánaða, 3-6 mánaða og 6-18 mánaða. Snuðin eru 2 saman í pakka og með þeim fylgir glært geymslubox. Ráðlagt er að snuðum sé skipt út á 6 vikna fresti. Einnig er mikilvægt að framkvæma daglega athugun á snuði, toga þéttingsfast í túttuna sjálfa og ganga úr skugga um að snuðið sé heilt og óskemmt. Difrax vörurnar eru þróaðar í samvinnu við læknateymi sem m.a. samanstendur af barnalæknum, talmeinatæknum, tannlæknum, mjólkursérfræðingum og næringarráðgjöfum. Allar Difrax vörurnar eru BPA fríar.

 

 

1.990 kr.
Afhending