Voksi Urban kerrupoki
Voksi Urban kerrupoki. Voksi® Urban er einn allra vinsælasti kerrupokinn í Skandinavíu og ekki að ástæðulausu. Pokinn er ótrúlega hlýr og notalegur, framleiddur úr bestu fáanlegu náttúrulegu efnunum á markaðinum. Ábreiðsla pokans inniheldur dún og fiður á meðan undirlagið er 100% ull. Þessi samsetning gerir pokann einstaklega hentugan fyrir þá sem vilja leyfa börnum sínum að sofa úti enda sér ullin til þess að halda svita í burtu frá barninu á meðan dúnn og fiður halda góðu loftflæði. Saman halda þessi tvö efni jöfnu hitastigi í pokanum.
Á bakinu eru göt fyrir belti sem passa í flestar kerrur ásamt því að pokinn rennur ekki til. Hægt er að taka ábreiðsluna alveg af og nota hana eða undirlagið við ýmis tilefni. Með pokanum fylgir framlenging sem gerir þér kleift að nota pokann upp í 4,5 ára aldur.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
Aldursbil: 0-1,5 árs og með framlengingu 1,5-4,5 ára
Stærðir: Lengd: 84/88 cm - með framlengingu 108/112 cm . Breidd: 51 cm
Efni: Ytra efni: 100% nylon húðað með BIONIC-FINISH®ECO vatnsfráhrindandi efni. Innra efni: 100% bómull Fylling: Ábreiðsla: 80% dúnn, 20% fiður. Undirlag: 100% ull.
Þvottaleiðbeiningar: Ábreiðsla: 40°C á kerfi fyrir viðkvæman þvott með þvottaefni án ensíma. Í þurrkara með boltum á miðlungs hita. Framlenging: 40°C ullarprógram með ullarsápu. Í þurrkara með boltum á miðlungs hita. Undirlag: 40°C ullarprógram með ullarsápu. Í þurrkara með boltum á lágum hita. Öll efni í Voksi® Urban eru vottaðir samkvæmt Oeko-Tex Standard 100, Class 1 staðlinum. Oeko-Tex staðallinn er sjálfstætt prófunar- og vottunarkerfi fyrir vefnaðarvöru á öllum stigum framleiðslunnar. Með því að velja vörur úr efni sem er vottað af Oeko-Tex geta foreldrar verið vissir um að barnið sé umkringt efni sem er laust við hættuleg eða skaðleg efni. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Voksi.