Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Lisbet Kjær Müller, Mogens Müller

Í þessu handhæga uppsláttarriti er efni allra rita Gamla og Nýja testamentisins rakið, apokrýf rit, Dauðahafshandritin og fleiri verk úr gyðingdómi og frumkristni kynnt. Hér er aðgengilegt yfirlit um einstaka hluta Biblíunnar, kort og myndverk frá ýmsum tímum, sem og lykilpersónur Biblíunnar, frá Adam og Evu til Jesú Krists og samtímamanna hans. Þá er rakin saga gyðinga á tímum Gamla testamentisins og upphaf kristindóms.

Bókin um Biblíuna veitir ítarlega innsýn í texta Biblíunnar og sögu hennar. Ekki síst varpar hún ljósi á tilurð þessa mikilvægasta rits vestrænnar menningar og hvernig það hefur fengið á sig þá mynd sem við þekkjum nú á dögum.

Höfundar eru Lisbet Kjær Müller prestur og Mogens Müller guðfræðiprófessor.

5.380 kr.
Afhending