Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Óttar Norðfjörð

Bókmenntarýnirinn Elmar Arnarsson er búinn að loka sig af með kettinum sínum, stafla af jólabókum og kaffi í lítravís þegar honum berast óvænt nýjar upplýsingar um andlát besta vinar síns 25 árum fyrr. Elmar hefur alla tíð verið sannfærður um að Felix hafi verið myrtur og nú verður hann heltekinn af því að komast að sannleikanum. En leitin að honum á eftir að snúa tilveru þessa hlédræga manns gjörsamlega á hvolf.

Skáldsögur Óttars Norðfjörð hafa komið út víða erlendis og hlotið góðar viðtökur. Óttar skrifar auk þess sjónvarps- og kvikmyndahandrit, og er aðalhöfundur Brots, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar sem framleidd er af Netflix og sýnd um allan heim. Dimmuborgir er tíunda skáldsaga hans

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hjálmar Hjálmarsson les.

Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar:

4.040 kr.
Afhending