Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Margit Sandemo

Tiril vaknar á lítilli eyju skammt utan við Björgvin. Eini íbúi eyjunnar er Ester sem stundar sjómennsku og aðra iðju sem er ekki í samræmi við bókstaf laganna. Hún er mesti strigakjaftur en besta skinn. Móri er á Íslandi að leita Rauðskinnu. Hann lendir í hræðilegum þrekraunum. Það sem heldur í honum vitinu er blikið í augum Tirilar sem hann sér fyrir augum sér í mestu þrengingunum. Tiril finnur Móra illa á sig komin á Íslandi, hjúkrar honum og saman fara þau til Björgvinjar og hitta Erling. Öll þrjú leggja þau síðan upp í ferð til Kristjaníu að leita sannleikans um uppruna Tirilar.