Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Ljóðaflokkurinn Bjarg er um blokk og fólkið sem í henni býr. Yfirleitt þykja blokkir á Íslandi ekki kjörlendi ljóða en þessi bók afsannar það. Blokkin er á höfuðborgarsvæðinu, hún er átta hæða, með sex íbúðum á hverri hæð. Fangað er eitt afdrifaríkt andartak í lífi blokkarinnar, litið við í öllum hugskotum og ferðast upp eftir stigagöngunum uns komið er á efstu hæð.

Þá höfum við kynnst ástföngnu fólki og afbrýðisömu, tónelsku, beisku, uppstökku, draumlyndu og drykkfelldu. Allan tímann er einn íbúinn á leiðinni niður en aðeins fáir taka eftir honum, aðrir eiga nóg með sitt.

3.580 kr.
Afhending