Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Ég dáist að fólki sem man hluti sem geta komið að gagni. Fólk sem romsar upp úr sér staðreyndum. Serstaklega öfunda ég þó fólk sem man eftir sjálfu sér. Man hvað það hugsaði þegar það var þriggja ára. Hvenær það fann ástina í fyrsta sinn. Fólk sem tekur iðulega þannig til orða: „Ég man  það eins og það hefði gerst í gær?“. Eitthvað sem gerðist fyrir löngu. Það er ekki margt sem ég man með þeim hætti. Meira svona eins og það hafi gerst í fyrradag.

Eða daginn þar áður.

Af hverju er ég að hugsa um þetta núna? Ég hef ekki leitt hugann að þessu árum saman. Enda vil ég ekki hugsa um það. Langar alls ekki að muna það.

En þegar öllu er á botninn hvolft, hvað man maður svo sem?

Í fylgd með fullorðnum er fyrsta skáldsaga Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu, byggð á bernskuminningum hennar. Hún vakti verulega athygli fyrir skemmtilegan stíl og frásagnargáfu.

1.140 kr.
Afhending