Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sólveig Anna Bóasdóttir

Hugmyndir um sambönd og samskipti elskenda hafa breyst í tímans rás og hjónabandið er í mikilli deiglu. Umræða um ást, kynlíf og hjónaband er orðin frjálslegri og meiri áhersla lögð á gæði náinna sambanda en hvort þau hafa hlotið formlega viðurkenningu samfélagsins.

Í bókinni veltir höfundur því fyrir sér hvort kristin kynlífssiðfræði líti niður á líkamann og torveldi konum og börnum að ráða yfir eigin líkama. Getur verið að neikvæð sýn á konur og líkamann hvetji til ofbeldis gegn þeim? Hvaða siðferðislegu viðmið gilda fyrir náin sambönd? Er munur á staðfestri samvist og hjónabandi? Er ást samkynhneigðra annars eðlis en ást gagnkynhneigðra? Hvert er inntak ástar í femínískri, kristinni siðfræði?

1.140 kr.
Afhending