Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gunnar Helgason

Framhald metsölubókanna Bannað að eyðileggja og Bannað að ljúga. Það stefnir í ógleymanlegt páskafrí hjá Alexander og risastóru, háværu fjölskyldunni hans, þau ætla að hrista saman íslenskar, pólskar og taílenskar hefðir. En svo byrjar nýr strákur í bekknum sem ræður ekkert við skapið á sér. Bara alls ekki. ADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA! Æsispennandi saga, bæði hörkufyndin og grafalvarleg, myndlýst af Rán Flygenring.

ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Höfundur les.