Höfundar: Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason
Verð áður 2.990 kr.
Meginstaðreyndir sögu hverrar þjóðar þurfa að vera aðgengilegar á einum stað þar sem leita má svara við spurningum sem vakna um hvaðeina er snertir lífið í landinu fyrr og nú, atvinnuvegi, stofnanir þjóðfélagsins og atburði sem markað hafa þáttaskil frá öld til aldar.
Íslandssaga A-Ö hefur nýst söguáhugafólki í um fjóra áratugi. Hér er fjallað um sögu Íslands eftir uppflettiorðum í stíl alfræðibóka, frá upphafi byggðar til okkar daga. Kjarni hvers máls er settur fram á aðgengilegan hátt.
Verkið kemur nú út í nýrri handhægri útgáfu, uppfært og ríkulega aukið. Meðal nýjunga er persónusaga fjölmargra karla og kvenna sem mótað hafa sögu þjóðarinnar.