Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Rannveig Lund

Afmælisdagur Ævars og Sæla er sjálfstæður hluti af bókaflokknum Fjórir stafir í fókus sem er efni til lestrarkennslu.

Í bókinni Afmælisdagur Ævars og Sæla er lögð sérstök áhersla á stafinn æ með tíðri notkun orða með þeim staf.

Efnislega henta bækurnar börnum frá 6 -­ 10 ára. Framsetning ritmálsins, í bók og á skjá, er hins vegar miðuð við þarfir barna sem hafa ekki náð tökum á lestri.

Þegar Ævar verður stór ætlar hann að klífa hæstu tinda í heimi. Hann notar hvert tækifæri til að æfa sig, klifra og príla. Það gerir hann líka á afmælisdaginn sinn og lendir í vandræðum með Sæla vini sínum.