Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jonas Bonnier

Þyrluránið í Stokkhólmi í september 2009 er eitt stærsta rán sem framið hefur verið í Svíþjóð. Bíræfnir þjófar rændu þyrlu, lentu henni á þaki peningageymslu í Västberga að næturlagi, brutust inn og komust undan með 39 milljónir sænskra króna. Lögreglan hafði fregnir af ráninu fyrir fram – og það sem meira var: Ræningjunum var ljóst að lögreglan vissi af þeim.

Atburðarásin var ótrúlegri en nokkur skáldsaga. Hér er hún notuð til að skapa hörkuspennandi og vel fléttaða sögu sem ýmist er sögð frá sjónarhóli ræningjanna, sem tókst hið ómögulega, eða lögreglumannanna sem mistókst að sjá við þeim og þurftu að horfa upp á ræningjana fylla þyrluna af peningum og fljúga á brott. Jonas Bonnier skrifaði Þyrluránið eftir að hafa átt ítarleg viðtöl við ræningjana. Bókin hefur vakið mikla athygli og útgáfuréttur verið seldur til yfir 30 landa auk þess sem Netflix hefur keypt kvikmyndaréttinn.

Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Guðmundur Ingi Þorvaldsson les.