Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Út er komin ný bók í vinsælum bókaflokki um Bert og vini hans. Og hér bætast nýjar stelpur í hópinn. Skyldi Samíra einhvern tíma taka eftir Bert?

Bækurnar um Bert og vini hans hafa skemmt mörgum kynslóðum barna og unglinga, alveg síðan fyrsta bókin kom út í byrjun 10. áratugs 20. aldar. Skrif Svíans uppátækjasama munu að sjálfsögðu gera það áfram, því ekkert lát er á ævintýrum hans og vinanna og nú eru stelpurnar komnar í spilið. Eru unglingsárin eitthvað grín?

Höfundarnir Sören Olson og Anders Jacobsen kunna að kitla hláturtaugarnar hjá ungum lesendum enda eru Berts-bækurnar vinsælar hjá bæði strákum og stelpum.

Ég heiti Bert Ljung. Ég er nýbyrjaður í 7. bekk.
Þar gerist ALLT. Sennilega fæ ég yfirskegg. Það
sem ég ætla að segja núna er alveg satt. Ég lofa
því 743% og sver við mitt allra heilagasta dulnefni
– Lars lýsigull….