Í bókinni er sagt frá lífsháttum hvala, atferli þeirra og hegðun. Einnig er birt yfirlit yfir nokkrar fugla- og selategundir sem sjást í hvalaskoðunarferðum. Bókin er ríkulega myndskreytt, einkar fróðleg og ómissandi ferðafélagi í hvalaskoðunarferð.
Auk mikils fjölda litljósmynda prýða bókina einstakar myndskreytingar af öllum hvölunum eftir Martin Camm. Í bókinni eru upplýsingar um öll hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi.
Bókin er gefin út á þremur tungumálum: íslensku, ensku og þýsku hvert í sinni bók.