Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Leiðsögn í máli og myndum

Þetta athyglisverða fræðslurit segir sögu vísindaþróunar og framfara frá uppfinningu hjólsins til lausna á loftslagsvanda á 21. öld.

Í bókinni greinir frá öllum helstu vísindauppgötvunum mannkynsins og sýnt er hvernig hugmyndirnar, uppfinningarnar og fólkið á bak við þær hafa breytt heiminum. Vísindin eru á skiljanlegu máli og prýdd mögnuðum myndum svo að jafnvel flóknustu fyrirbæri verða leikmönnum ljós og auðskilin.

Í bókinni er fjallað um lykilhugtök vísindanna, allar helstu raunvísindagreinar, lykiluppgötvanir, kenningar og hugmyndir. Litið er yfir líf og starf sumra mest hugsuða sögunnar, fjallað um uppfinningarnar sem umbyltu lífi okkar og gert grein fyrir þeim heljarstökkum í vísindalegum skilnini sem um síðir gjörbreyttu sýn manna á heiminn. Einnig er sýnt í myndskreyttum römmum hvernig flóknar vísindalegar hugmyndir eru hagnýttar nú um stundir.

Um alla bókina er vísað fram og aftur í tíma og bent á orsakir og afleiðingar tiltekinna vísindauppgötvana, allt frá púðrinu til Veraldarvefjarins. Aftast í bókinni er að finna mikilvægar vísindalegar staðreyndir, tölur, töflur, lögmál og formúlur.

Þýðandi er Karl Emil Gunnarsson.

10.390 kr.
Afhending