Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jung Chang

Villtir svanir er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. Höfundurinn, Jung Chang, segir sögur fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna: sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu.

Lesandinn fær hér ómentanlega og óvenjulega innsýn í sögu Kína á þessari öld – en um leið er þetta nærfærin og áhrifamikil lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Villtir svanir er um leið saga um mannlega reisn, hetjuskap og egurð í miðri vargöldinni.

Bókin hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út árið 1991 og hefur trónað á metsölulistum víða um lönd. Gagnrýnendur hafa hlaðið bókina lofi og jafnað henni við sögulegar skáldsögur eins og þær gerast bestar – nema hér er hvert orð dagsatt.

Hjörleifur Sveinbjörnsson íslenskaði.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 25 klukkustund og 58 mínútur að lengd. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les.