Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Magnús Orri Schram

Magnús Orri Schram alþingismaður lýsir því í þessari áhugaverðu bók hvernig hægt er að efla atvinnulífið, skapa eftirsóknarverð störf og tryggja að hér á landi verði lífskjör sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Þannig verði gætt að mikilvægu samspili verðmætasköpunar og velferðarkerfis, svo tryggja megi jöfn tækifæri allra, án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu.

Magnús Orri leggur fram hugmyndir að nýrri atvinnustefnu þar sem umhverfisvernd og atvinnulíf haldast í hendur, þar sem áhersla er lögð á þekkingu og gæði frekar en magn, fjölda eða stærð og færir rök fyrir nauðsyn þess að Íslendingar taki upp evru. Hér er fjallað um brýnustu mál samtímans á skýran og aðgengilegan hátt og bent á athyglisverðar leiðir til hagsældar og hamingju.

2.390 kr.
Afhending