Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Atli Ingólfsson

Veðurskeyti frá Ásgarði er eins konar ferðahandbók um söngverk Atla Ingólfssonar, Elsku Borga mín, og myndbandsverk sem Jeannette Castioni gerði við það. Verkin byggjast á sendibréfum sem Lilja Magnúsdóttir, bóndakona í Ásgarði í Dölum, skrifaði dóttur sinni um miðja 20. öldina. Saman mynda listaverkin tvö sérstakan og dálítið framandlegan heim og því varð úr að safna saman ýmsum hugleiðingum fyrir þá sem vilja dvelja þar um stund.

Hér má finna þanka tónskáldsins um verkið og skýringar á byggingu þess ásamt greinum eftir sjö fræðimenn úr ýmsum áttum um margbreytilegar hliðar þessa heims. Þá fylgir bókinni aðgangur að bæði tónverki Atla og myndbandsverki Jeannette.

4.500 kr.
Afhending