Höfundur Iðunn Steinsdóttir
Söguhetjurnar eru þrír 10 ára krakkar sem fara í útilegu og lenda í dularfullum aðstæðum svo spennan tekur völdin. Á hálendinu eru ískyggilegir ferðalangar sem börnin lenda í útistöðum við og þá reynir á kjark þeirra og útsjónarsemi. Bókin er unnin upp úr sögunni Knáir krakkar sem kom út fyrir 30 árum. Hún hefur nú verið stytt og endurskrifuð enda hefur íslenskt mál og samfélag breyst verulega síðan hún kom út. Bókin er skrifuð á léttu og auðlesnu máli sem hentar öllum, líka þeim sem ekki eru orðnir fluglæsir en langar að lesa skemmtilegar og spennandi bækur.
Leitin að geislasteininum er sjálfstætt framhald bókarinnar.
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun












