Flokkar:
Höfundur Nanna Rögnvaldardóttir
[removed]Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma. Helst af öllu langar hana að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, spássera um steinlögð stræti, sjá hallir og gullturna og hefðarfólk með hárkollur aka um í glæsivögnum. Að öðrum kosti vill hún verða auðug húsfrú á höfuðbóli og hafa margar vinnukonur. En náttúran grípur harkalega í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa, eldgosum og harðindum en líka sú sem býr innra með Völku, kveikir ástríðu og losta og tekur stundum á sig mynd slóttugrar skepnu; völskunnar. Sumir draumar Völku eiga eftir að rætast, aðrir verða að engu en þegar upp er staðið leynist gæfan þó kannski þar sem hana grunaði síst.
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.