Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þórarinn Leifsson

Út að drepa túrista er egghvöss og ísmeygilega fyndin glæpasaga mitt úr brjálæði massatúrismans. Hér gefst fágætt tækifæri til að gægjast bak við tjöldin í furðulegustu atvinnugrein landsins korteri áður en kórónaveiran lamar alla heimsbyggðina. Saga sem kemur sífellt á óvart.

Leiðsögumaðurinn Kalman er þreyttur. Hring eftir hring og ár eftir ár hefur hann mátt sinna kenjum fólks frá öllum heimshornum, svara furðulegum spurningum og bregðast við óvæntum uppákomum. En þessi síðasta Suðurstrandarferð ætlar allt að trompa. Ekki nóg með að einn farþeginn finnist myrtur í upphafi ferðar og morðinginn leynist um borð í rútunni heldur sveimar hættuleg veira um, veðurspáin er viðbjóður og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur.

Þórarinn Leifsson er með meirapróf í að eiga við ferðamenn. Áður hefur hann skrifað bækur bæði fyrir börn og fullorðna sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála, hlotið verðlaun og fengið frábæra dóma. Þetta er fyrsta glæpasaga hans.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 34 mínútur að lengd. Vignir Rafn Valþórsson les.