Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurjón Páll Ísaksson

Úr sögu geirfuglsins á Íslandi er tvíþætt fræðirit. Í fyrri hluta er samnefnd ritgerð, þar sem birtar eru nýjar upplýsingar um efnið, auk nokkurra mynda sem voru tiltækar. Í síðari hluta eru þrjú mikilvæg heimildarit: Í Fylgiriti 1 er ritgerð Guðna Sigurðssonar sýslumanns í Kirkjuvogi um Geirfuglasker, frá 1770. Í Fylgiriti 2 eru tvær greinar eftir Frederik Faber, frá 1822 og 1827, í íslenskri þýðingu, þar sem m.a. segir frá landgöngu Rabens greifa í Geirfuglaskeri vorið 1821. Í Fylgiriti 3 er íslensk þýðing á tímamótagrein eftir Alfred Newton: Ágrip af rannsóknum hr. J. Wolleys um geirfuglinn á Íslandi, frá 1861. Hér birtast í fyrsta skipti á íslensku mikilvægar heimildir um geirfuglinn á Íslandi.

4.270 kr.
Afhending